Borgaraleg ferming vinsæll valkostur 23. mars 2011 16:33 Börn sem hljóta borgaralega fermingu fá kennslu í siðfræði, gagnrýnni hugsun og lífsleikni. Nordicphotos/Getty Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve Fermingar Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve
Fermingar Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira