Aðkoma NATO er í samræmi við stefnu 29. mars 2011 06:00 Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira