Aðkoma NATO er í samræmi við stefnu 29. mars 2011 06:00 Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira