Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi 30. mars 2011 06:00 Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést skátaheimili Vífils í blárri byggingu.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira