Lögreglan tók heimilisbúnað og verkfæri 30. mars 2011 07:00 kvíabryggja Lögregla fór meðal annars með fangelsisstjórann fyrrverandi að Kvíabryggju og lét hann vísa á muni sem hann sagði vera þar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við. Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við.
Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira