Telur tíð forstjóraskipti Orkuveitu mistök 30. mars 2011 06:15 kjartan magnússon Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv
Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira