Valið væri auðveldara með lélegri samning 1. apríl 2011 05:00 Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00