Átök á lokafundinum um skólasameiningar 20. apríl 2011 05:00 Umdeildar Sameiningar Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. Fréttablaðið/VAlli „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira