Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru 20. apríl 2011 06:00 Byggingareitur við Þverholt 15 Eins og sjá má safnast mikið vatn í grunninn. Börn sækja inn fyrir girðinguna og er óttast að slys geti orðið, þar sem vatnið verður mjög djúpt.fréttablaðið/valli „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira