Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir 21. apríl 2011 08:00 Selt! Hrafnabjörg við Eyjafjörð er eitt glæsilegasta hús landsins. Það fór á sölu í síðustu viku, en Jóhannes Jónsson í Bónus bjó í húsinu þegar það var í eigu eignarhaldsfélagsins Gaums. Húsið seldist á tæpar 200 milljónir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira