Kexverksmiðjan vaknar til lífsins 10. maí 2011 04:30 Boðið er upp á flotta útiaðstöðu hjá Kex-hostel og þar söfnuðust gestirnir saman í blíðviðrinu. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkrir gamlir vinir og kunningjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hyggðust opna þar gistiheimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar. Kex Hostel er með gistiaðstöðu fyrir 150 manns og hyggst bjóða upp á ódýra gistingu fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Eigendur gistiheimilisins eru þeir Pétur Marteinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson, margreynd handboltakempa, Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Fullham, Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson.Eigendurnir Kristinn Vilbergsson og Pétur Marteinsson ásamt matreiðslumanninum Friðriki V sem gægist út um gluggann.fréttablaðið/valli„Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær," sagði Pétur í samtali við Fréttablaðið fyrir tæpu hálfu ári síðan. Þá var hann á fullu í vinnugallanum að rífa út úr húsinu og gera allt klárt.Sigurður Kári Kristjánsson, varaþingmaður og lögfræðingur, bregður á leik ásamt Viðari Þór Guðmundssyni.Gistiheimilið hefur þegar vakið nokkra athygli út fyrir landsteinana og fjallað hefur verið um það í erlendum ferðamannabæklingum og vefsíðum. Þá hefur verið gert töluvert úr eignarhlut Eiðs Smára og Hermanns Hreiðarssonar. Þeir tveir voru þó víðsfjarri um helgina þegar gistiheimilið var opnað með pompi og prakt. -fggJónsi úr Sigur Rós fékk sér sæti hjá hjónunum Ella og Sollu. Þau hafa getað rætt um hollan mat. Fréttir Tengdar fréttir Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. 12. nóvember 2010 00:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkrir gamlir vinir og kunningjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hyggðust opna þar gistiheimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar. Kex Hostel er með gistiaðstöðu fyrir 150 manns og hyggst bjóða upp á ódýra gistingu fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Eigendur gistiheimilisins eru þeir Pétur Marteinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson, margreynd handboltakempa, Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Fullham, Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson.Eigendurnir Kristinn Vilbergsson og Pétur Marteinsson ásamt matreiðslumanninum Friðriki V sem gægist út um gluggann.fréttablaðið/valli„Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær," sagði Pétur í samtali við Fréttablaðið fyrir tæpu hálfu ári síðan. Þá var hann á fullu í vinnugallanum að rífa út úr húsinu og gera allt klárt.Sigurður Kári Kristjánsson, varaþingmaður og lögfræðingur, bregður á leik ásamt Viðari Þór Guðmundssyni.Gistiheimilið hefur þegar vakið nokkra athygli út fyrir landsteinana og fjallað hefur verið um það í erlendum ferðamannabæklingum og vefsíðum. Þá hefur verið gert töluvert úr eignarhlut Eiðs Smára og Hermanns Hreiðarssonar. Þeir tveir voru þó víðsfjarri um helgina þegar gistiheimilið var opnað með pompi og prakt. -fggJónsi úr Sigur Rós fékk sér sæti hjá hjónunum Ella og Sollu. Þau hafa getað rætt um hollan mat.
Fréttir Tengdar fréttir Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. 12. nóvember 2010 00:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. 12. nóvember 2010 00:01