Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota 11. maí 2011 05:00 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft undan við rannsóknir á öllum þeim fjölda ofbeldisbrota sem kærð hafa verið til hennar á undanförnum mánuðum. Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira