Móðir lét vita af ofnæmisvaldi í köku 12. maí 2011 06:00 Í búðinni Alla jafna er innihaldslýsing vöru ítarleg enda löggjöf sem kveður á um hvernig að henni skuli staðið orðin nokkurra ára gömul. Nokkur misbrestur hefur hins vegar reynst á að ofnæmis- og óþolsvalda sé getið. Fréttablaðið/Valli Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira