Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin 12. maí 2011 07:00 Elvar Árni Lund Mörgum þykir þegar nóg um greiðan aðgang útlendinga að hreindýraveiðum á Íslandi, segir formaður Skotveiðifélags Íslands. Mynd/Engilbert Hafsteinsson „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
„Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira