Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild 13. maí 2011 03:30 Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar. Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar.
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira