Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns 13. maí 2011 04:30 rangt að hækka skatta í miðri kreppu Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að allt hefði átt að gera til að koma fólki í vinnu. Þess í stað hafi bótakerfið verið styrkt og álögur á fyrirtæki verið auknar. Afleiðingin verði sú að atvinnuleysi aukist. Fréttablaðið/Anton Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira