Tímamótasamningur um leit og björgun 13. maí 2011 01:00 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira