Rannsaka vinnubrögð siðanefndar HÍ í máli Vantrúar 13. maí 2011 05:15 Háskóli Íslands Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði.fréttablaðið/stefán Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira