Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes 13. maí 2011 11:00 Friðrik Þór spilar fótbolta með Zidane, Cantona og Jude Law í Cannes. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira