Grásleppuhrogn boða sumarið 19. maí 2011 17:30 Ólafur Ágústsson, yfirkokkur í Sjávarkjallaranum. Grásleppuhrogn eru besta merkið um að vorið sé komið að sögn Ólafs Ágústssonar, yfirkokks í Sjávarkjallaranum, sem reiðir fram gómsætan fiskrétt þar sem skötuselur og grásleppuhrogn eru uppistaðan. „Uppistaðan er skötuselsþynnur og grásleppuhrogn sem við fáum frá Borgarfirði eystri, þannig að þetta er ekta vorréttur sem gefur fyrirheit um að sumarið sé alveg að koma," segir Ólafur og brosir út að eyrum. „Við notum bara íslenskar kryddjurtir sem við tínum sjálfir og hverabakað rúgbrauð setur punktinn yfir i-ið." Sjávarkjallarinn fylgir nýnorrænu stefnunni í matargerð, en hvað felst í þeirri stefnu? „Fyrir okkur snýst það bara um að nýta sem best það ferska og æðislega hráefni sem við eigum," segir Ólafur. „Byggja svo örlítið á íslenskum hefðum og það sem okkur vantar upp á í hefðunum sækjum við til hinna Norðurlandaþjóðanna. Við gerum þetta samt í rauninni alveg eftir okkar höfði og ef okkur langar að nota hvítt súkkulaði, til dæmis, þá leyfum við okkur það án þess að fá samviskubit." Nýir eigendur tóku við Sjávarkjallaranum í Geysishúsinu við Aðalstræti um áramótin og Ólafur færði sig þangað af Vox, þar sem hann var áður annar yfirkokka. Hann segir aðalvertíðina framundan, bæði fjölgi ferðamönnum og Íslendingar virðist vera duglegri við að fara út að borða á sumrin. En fyrir þá sem langar að spreyta sig á háklassa veitingahúsaeldamennsku heima er vorrétturinn alveg kjörinn. - fsbFrystur skötuselur með grásleppuhrognumÖrþunnar skötuselssneiðarnar og gljáandi grásleppuhrognin harmónera vel við grænan selleríkrapísinn. Fréttablaðið/GVASkötuselsþynnur með grásleppuhrognum frá Borgarfirði eystri, grænu selleríi og íslensku voriSkötuselsþynnur Fáið ferskan og flottan skötusel, snyrtið og frystið, og skerið í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Kryddið með salti.Grásleppuhrogn Best er að rúnta niður að höfn og sjá hvort þið fáið góðhjartaðan grásleppusjómann til að gefa ykkur fersk hrogn. Þegar heim er komið eru þau tekin úr hrognasekknum, skoluð og söltuð með 20 g af salti á móti 1 kg af hrognum. Yndislegt alveg hreint!Selleríkrapís1 kg skrælt og maukað sellerí2 l vatn200 g glúkósasíróp200 g sykur8 blöð matarlím Leggið matarlím í bleyti. Sjóðið saman vatn, sykur og glúkósasíróp, bætið matarlími saman við og kælið niður. Blandið sellerímauki og sykurlegi saman og smakkið til með örlitlum sítrónusafa og salti.Annað Tínið til jurtir og blóm sem finnast í garðinum og næsta nágrenni. Ég notaði skessujurt, hvönn, morgunfrú, skjaldfléttu og sólberjabrum. Gætið þess þó að skola jurtirnar vel áður en þær eru bornar fram. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Grásleppuhrogn eru besta merkið um að vorið sé komið að sögn Ólafs Ágústssonar, yfirkokks í Sjávarkjallaranum, sem reiðir fram gómsætan fiskrétt þar sem skötuselur og grásleppuhrogn eru uppistaðan. „Uppistaðan er skötuselsþynnur og grásleppuhrogn sem við fáum frá Borgarfirði eystri, þannig að þetta er ekta vorréttur sem gefur fyrirheit um að sumarið sé alveg að koma," segir Ólafur og brosir út að eyrum. „Við notum bara íslenskar kryddjurtir sem við tínum sjálfir og hverabakað rúgbrauð setur punktinn yfir i-ið." Sjávarkjallarinn fylgir nýnorrænu stefnunni í matargerð, en hvað felst í þeirri stefnu? „Fyrir okkur snýst það bara um að nýta sem best það ferska og æðislega hráefni sem við eigum," segir Ólafur. „Byggja svo örlítið á íslenskum hefðum og það sem okkur vantar upp á í hefðunum sækjum við til hinna Norðurlandaþjóðanna. Við gerum þetta samt í rauninni alveg eftir okkar höfði og ef okkur langar að nota hvítt súkkulaði, til dæmis, þá leyfum við okkur það án þess að fá samviskubit." Nýir eigendur tóku við Sjávarkjallaranum í Geysishúsinu við Aðalstræti um áramótin og Ólafur færði sig þangað af Vox, þar sem hann var áður annar yfirkokka. Hann segir aðalvertíðina framundan, bæði fjölgi ferðamönnum og Íslendingar virðist vera duglegri við að fara út að borða á sumrin. En fyrir þá sem langar að spreyta sig á háklassa veitingahúsaeldamennsku heima er vorrétturinn alveg kjörinn. - fsbFrystur skötuselur með grásleppuhrognumÖrþunnar skötuselssneiðarnar og gljáandi grásleppuhrognin harmónera vel við grænan selleríkrapísinn. Fréttablaðið/GVASkötuselsþynnur með grásleppuhrognum frá Borgarfirði eystri, grænu selleríi og íslensku voriSkötuselsþynnur Fáið ferskan og flottan skötusel, snyrtið og frystið, og skerið í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Kryddið með salti.Grásleppuhrogn Best er að rúnta niður að höfn og sjá hvort þið fáið góðhjartaðan grásleppusjómann til að gefa ykkur fersk hrogn. Þegar heim er komið eru þau tekin úr hrognasekknum, skoluð og söltuð með 20 g af salti á móti 1 kg af hrognum. Yndislegt alveg hreint!Selleríkrapís1 kg skrælt og maukað sellerí2 l vatn200 g glúkósasíróp200 g sykur8 blöð matarlím Leggið matarlím í bleyti. Sjóðið saman vatn, sykur og glúkósasíróp, bætið matarlími saman við og kælið niður. Blandið sellerímauki og sykurlegi saman og smakkið til með örlitlum sítrónusafa og salti.Annað Tínið til jurtir og blóm sem finnast í garðinum og næsta nágrenni. Ég notaði skessujurt, hvönn, morgunfrú, skjaldfléttu og sólberjabrum. Gætið þess þó að skola jurtirnar vel áður en þær eru bornar fram.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið