Allt að helmingur af umframkvóta í potta 14. maí 2011 08:00 Breytingar fram undan Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða gerir meðal annars ráð fyrir að talsverðum hluta aflaheimilda í helstu tegundum verði úthlutað í gegnum pottakerfi.Fréttablaðið/Jón Sigurður Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira