Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu 14. maí 2011 09:00 mengunarvaldur Strax árið 1997 var rætt um að kanna díoxínmengun í umhverfinu. Sú könnun stendur nú yfir vegna Funamálsins. Nordicphotos/AFP Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira