Getum hætt í Schengen-samstarfinu 14. maí 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum.Fréttablaðið/stefán „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira
„Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira