Rosalegt bardagaatriði í Tortímanda 19. maí 2011 13:30 Dóri miðar byssu á skelfingu lostinn Snorra Engilbertsson í sýningunni Tortímandi. Hasarleikritið Tortímandi fjallar um sjálfsmynd karla. Verkið er lokaverkefni Dóra DNA úr LHÍ og hann lofar miklum hasar. „Tíðarandinn er að breytast og sýningin er uppgjör okkar við karlmennskuna og feðraveldið sem ól okkur upp," segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, útskriftarnemi úr fræðum og framkvæmd í Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni Dóra, Tortímandi, verður frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins á sunnudaginn. Snorri Engilbertsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með aðalhlutverk í sýningunni, en þeir eru með Dóra í sviðslistahópnum Cobra Kai, sem dregur nafn sitt af slæmu strákunum í kvikmyndinni Karate Kid. Þá fer grínistinn Steindi Jr. með lítið hlutverk. „Ég mátti ekki blaðra þessu, en hann er að stíga hænuskref á leiksviðið í sýningunni," segir Dóri, sem lofar miklum hasar. „Við erum með rosalegasta bardagaatriði í sögu sviðslistar á Íslandi." Cobra Kai hópurinn vinnur með form sem hann kallar hasarleikhús. „Við drögum spennumyndir inn í leikhúsformið," útskýrir Dóri. „Núna völdum við okkur Terminator 2 til að sviðsetja. Svo fáum við margt að láni annars staðar frá, þó að þetta sé algjörlega frumsamið efni." Tortímandi fjallar um sjálfsmynd karla, sem má rekja til spennumynda sem Dóri og félagar í Cobra Kai ólust upp við. „Við erum strákar sem ólust upp við Rambo, Terminator og massaðar hasarfígúrur," segir Dóri. „Við ákváðum að nota það sem efnivið í sýninguna. Karlmennska í dag er tómt hugtak sem stendur ekki fyrir neitt lengur. Það er bara hallærislegt í dag ef einhver er talinn karlmannlegur." Dóri segist líta á hasarhetjur níunda áratugarins sem síðustu móhíkanana. „Karlmennska í dag er farin að snúast um mann sem skilar skattaskýrslunni á réttum tíma og sækir börnin sín í skólann tíu mínútum fyrr," segir hann ákveðinn. „Eins og segir í sýningunni, þá er fólki drullusama um hvað þú ert laghentur því það getur fengið ódýrari Pólverja." Ekkert kostar inn á sýninguna og miðasala fer fram í síma 552 5020 og í gegnum netfangið leiklist@lhi.is. atlifannar@frettabladid.is Menning Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hasarleikritið Tortímandi fjallar um sjálfsmynd karla. Verkið er lokaverkefni Dóra DNA úr LHÍ og hann lofar miklum hasar. „Tíðarandinn er að breytast og sýningin er uppgjör okkar við karlmennskuna og feðraveldið sem ól okkur upp," segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, útskriftarnemi úr fræðum og framkvæmd í Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni Dóra, Tortímandi, verður frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins á sunnudaginn. Snorri Engilbertsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með aðalhlutverk í sýningunni, en þeir eru með Dóra í sviðslistahópnum Cobra Kai, sem dregur nafn sitt af slæmu strákunum í kvikmyndinni Karate Kid. Þá fer grínistinn Steindi Jr. með lítið hlutverk. „Ég mátti ekki blaðra þessu, en hann er að stíga hænuskref á leiksviðið í sýningunni," segir Dóri, sem lofar miklum hasar. „Við erum með rosalegasta bardagaatriði í sögu sviðslistar á Íslandi." Cobra Kai hópurinn vinnur með form sem hann kallar hasarleikhús. „Við drögum spennumyndir inn í leikhúsformið," útskýrir Dóri. „Núna völdum við okkur Terminator 2 til að sviðsetja. Svo fáum við margt að láni annars staðar frá, þó að þetta sé algjörlega frumsamið efni." Tortímandi fjallar um sjálfsmynd karla, sem má rekja til spennumynda sem Dóri og félagar í Cobra Kai ólust upp við. „Við erum strákar sem ólust upp við Rambo, Terminator og massaðar hasarfígúrur," segir Dóri. „Við ákváðum að nota það sem efnivið í sýninguna. Karlmennska í dag er tómt hugtak sem stendur ekki fyrir neitt lengur. Það er bara hallærislegt í dag ef einhver er talinn karlmannlegur." Dóri segist líta á hasarhetjur níunda áratugarins sem síðustu móhíkanana. „Karlmennska í dag er farin að snúast um mann sem skilar skattaskýrslunni á réttum tíma og sækir börnin sín í skólann tíu mínútum fyrr," segir hann ákveðinn. „Eins og segir í sýningunni, þá er fólki drullusama um hvað þú ert laghentur því það getur fengið ódýrari Pólverja." Ekkert kostar inn á sýninguna og miðasala fer fram í síma 552 5020 og í gegnum netfangið leiklist@lhi.is. atlifannar@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira