Aðgengilegra hjá Arctic 2. júní 2011 04:00 Nýjasta plata Alex Turner og félaga í Arctic Monkeys kemur út eftir helgi. nordicphotos/afp Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“