Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði 8. júní 2011 08:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira