Innlent

Nefndin bað ekki um landsdóm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Landsdómsmálið. Á Facebook-síðu sinni segir Ingibjörg að Ögmundur hafi sýnt fram á það í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Ingibjörg leggur þar út frá orðum Ögmundar um niðurstöðu og tillögur rannsóknarnefndarinnar og segir hann fara rangt með staðreyndir málsins.

Ögmundur Jónasson
„Rannsóknarnefnd Alþingis – sú eina sem rannsakaði málið – gerði engar tillögur um Landsdóm“, segir Ingibjörg. hún bætir við að „niðurstaða hennar var að þrír en ekki fjórir ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis“.

Hún segir loks að 33 þingmenn hafi tekið „þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einn ráðherra“.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×