Segir enga þöggun um landnámskenningar 21. júní 2011 06:15 Gunnar karlsson Mynd / GVA Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira