Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika 21. júní 2011 06:00 Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira
Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira