Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu 29. júní 2011 21:00 Ofurfyrirsætan hefur tekið að sér að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Nordicphotos/Getty Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm
Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira