Ber að neðan Sigga Dögg skrifar 6. júlí 2011 20:00 Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta. Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hárvöxt og oftar en ekki vill sá sem spyr að ég fordæmi háreyðingu. Háreyðing er ekki nýtt fyrirbæri en vitað er að Egyptar til forna stunduðu hana og fjarlægðu þá öll hár á líkamanum, sem var gert í tengslum við aukið hreinlæti og ákveðnar trúarathafnir. Það var svo í byrjun tuttugustu aldar sem snyrtivörufyrirtæki fóru að auglýsa rakvélar fyrir konur og hvöttu þær til að fjarlægja hár á fótleggjum og í handarkrika. Þá varð til tengingin milli háreyðingar og hreinlætis og í kjölfarið þóttu líkamshár óaðlaðandi og engin dama vildi láta nappa sig með loðna leggi. Loðin kona var því talin sóðaleg og óaðlaðandi en sú hárlausa þótti hrein og fín. Iðkendur sumra trúarbragða fjarlægja einnig hár í tengslum við vissar trúarathafnir. Háreyðing á sér því langa og flókna sögu og er gjarnan tengd við hreinlæti þó í seinni tíð virðist hún tengdari útliti. Í dag virðist takmarkaður hárvöxtur algengari en náttúrulegt útlit. Þá virðist háreyðing ekki vera kynbundin því nýlegar rannsóknir benda til þess að bæði kynin stundi reglulega háreyðingu víða á líkamanum. Karlar sem stunda háreyðingu við kynfæri finnst það gera kynfæri sín meira aðlaðandi. Konur gera það hins vegar frekar vegna hreinlætis. Útbreiðsla kláms hefur eflaust aukið á vinsældir háreyðingar við kynfæri, snyrtistofum til mikillar ánægju. Háreyðing á kynfærum getur þó haft vandkvæði í för með sér vegna sýkingarhættu og óþæginda vegna inngróinna hára. Þeir hárlausu hafa greint frá því að þeim finnist kynlífið betra svona hárlaus. Það má rekja til þátta eins og líkamsímyndar, en sá sem er ánægður með líkama sinn er oft öruggari í kynlífi. Þá má einnig skoða háreyðinguna út frá þægindum; snyrt kynfæri geta til dæmis auðveldað munnmök. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en mér finnst þreytandi að draga fólk í dilka vegna hárvaxtar. Hvatinn getur verið einstaklingsbundinn og því þarf hárvöxtur ekki að segja neitt um þinn innri mann. Sumir fylgja hjörðinni, sama hvort það tengist háreyðingu eða öðru. Aðrir gera það sem þeim sýnist og þegar þeim sýnist og eru loðnir suma daga en hárlausir aðra. Af hverju þetta skiptir fólki í tvær fylkingar skil ég ekki. Hverjum er ekki sama hvernig næsti maður háttar sínum hárvexti? Þetta eru jú bara hár og það hvort kynfærið sé nauðasköllótt, skreytt með þrumumynstri eða með náttúrulegar krullur segir ekkert um viðkomandi, hvorki félagslega né kynferðislega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta. Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hárvöxt og oftar en ekki vill sá sem spyr að ég fordæmi háreyðingu. Háreyðing er ekki nýtt fyrirbæri en vitað er að Egyptar til forna stunduðu hana og fjarlægðu þá öll hár á líkamanum, sem var gert í tengslum við aukið hreinlæti og ákveðnar trúarathafnir. Það var svo í byrjun tuttugustu aldar sem snyrtivörufyrirtæki fóru að auglýsa rakvélar fyrir konur og hvöttu þær til að fjarlægja hár á fótleggjum og í handarkrika. Þá varð til tengingin milli háreyðingar og hreinlætis og í kjölfarið þóttu líkamshár óaðlaðandi og engin dama vildi láta nappa sig með loðna leggi. Loðin kona var því talin sóðaleg og óaðlaðandi en sú hárlausa þótti hrein og fín. Iðkendur sumra trúarbragða fjarlægja einnig hár í tengslum við vissar trúarathafnir. Háreyðing á sér því langa og flókna sögu og er gjarnan tengd við hreinlæti þó í seinni tíð virðist hún tengdari útliti. Í dag virðist takmarkaður hárvöxtur algengari en náttúrulegt útlit. Þá virðist háreyðing ekki vera kynbundin því nýlegar rannsóknir benda til þess að bæði kynin stundi reglulega háreyðingu víða á líkamanum. Karlar sem stunda háreyðingu við kynfæri finnst það gera kynfæri sín meira aðlaðandi. Konur gera það hins vegar frekar vegna hreinlætis. Útbreiðsla kláms hefur eflaust aukið á vinsældir háreyðingar við kynfæri, snyrtistofum til mikillar ánægju. Háreyðing á kynfærum getur þó haft vandkvæði í för með sér vegna sýkingarhættu og óþæginda vegna inngróinna hára. Þeir hárlausu hafa greint frá því að þeim finnist kynlífið betra svona hárlaus. Það má rekja til þátta eins og líkamsímyndar, en sá sem er ánægður með líkama sinn er oft öruggari í kynlífi. Þá má einnig skoða háreyðinguna út frá þægindum; snyrt kynfæri geta til dæmis auðveldað munnmök. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en mér finnst þreytandi að draga fólk í dilka vegna hárvaxtar. Hvatinn getur verið einstaklingsbundinn og því þarf hárvöxtur ekki að segja neitt um þinn innri mann. Sumir fylgja hjörðinni, sama hvort það tengist háreyðingu eða öðru. Aðrir gera það sem þeim sýnist og þegar þeim sýnist og eru loðnir suma daga en hárlausir aðra. Af hverju þetta skiptir fólki í tvær fylkingar skil ég ekki. Hverjum er ekki sama hvernig næsti maður háttar sínum hárvexti? Þetta eru jú bara hár og það hvort kynfærið sé nauðasköllótt, skreytt með þrumumynstri eða með náttúrulegar krullur segir ekkert um viðkomandi, hvorki félagslega né kynferðislega.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun