Köflótt undir kleinurnar 5. júlí 2011 16:00 Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sýnir nýja línu kökudiska á fæti í Kraumi. Fréttablaðið/Valli Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is
Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira