Hákarlinn sló í gegn 7. júlí 2011 14:30 Fjórtán ár kallast þessi frumlegi jakki. Mynd/Marino Thorlacius Ný herralína frá Sruli Recht hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á tískusýningu í París á dögunum. Troðið var út að dyrum meðan á henni stóð og vöktu ljósmyndir Marinós Thorlacius af línunni sérstaka athygli sýningargesta. Á meðal þeirra var enginn annar en tónlistarmaðurinn heimskunni Lenny Kravitz, sem heillaðist svo af hönnun Sruli að hann gerði sér lítið fyrir og keypti heilu bílfarmana af munum úr línunni, jakka, leðurskyrtur, skartgripi og fleira. Kravitz hyggst klæðast þeim á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í ár, í kjölfar útgáfu á níundu hljóðversplötu sinni Black and White America. Tónleikaferðalagið verður því án efa ein besta kynning sem starfandi hönnuður á Íslandi hefur fengið. Nýstárlegar nálganir við notkun á efnivið hafa vakið athygli á hönnun Sruli og er nýja línan þar engin undantekning. Þannig er leður úr hákarlaskrápi eitt af þeim hráefnum sem notuð eru í tískulínuna en línan samanstendur af hvorki meira né minna en hundrað hlutum og er innblástur sóttur í íslenska náttúru. Hún er því ein sú stærsta sem hefur verð gerð hérlendis og heilmikil vinna sem liggur að baki henni. „Við vorum hálft ár að ganga frá línunni en ef öll forvinna, það er hugmyndavinnna og fleira er tekin með í reikninginn spannar ferlið fjórtán ár," útskýrir Sruli, en til gamans má geta að einn jakkinn kallast Fjórtán ár og á heiti hans að endurspegla fjórtán ára reynslu hönnuðarins sjálfs af mynsturgerð. Við tekur nú mikil vinna við að ganga frá pöntunum og segist Sruli reikna með að þurfa að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn. „Satt best að segja sárvantar mig fleira saumafólk á vinnustofuna mína og er að leita að menntuðum reynsluboltum til að aðstoða mig." roald@frettabladid.is Tengdar fréttir Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ný herralína frá Sruli Recht hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á tískusýningu í París á dögunum. Troðið var út að dyrum meðan á henni stóð og vöktu ljósmyndir Marinós Thorlacius af línunni sérstaka athygli sýningargesta. Á meðal þeirra var enginn annar en tónlistarmaðurinn heimskunni Lenny Kravitz, sem heillaðist svo af hönnun Sruli að hann gerði sér lítið fyrir og keypti heilu bílfarmana af munum úr línunni, jakka, leðurskyrtur, skartgripi og fleira. Kravitz hyggst klæðast þeim á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í ár, í kjölfar útgáfu á níundu hljóðversplötu sinni Black and White America. Tónleikaferðalagið verður því án efa ein besta kynning sem starfandi hönnuður á Íslandi hefur fengið. Nýstárlegar nálganir við notkun á efnivið hafa vakið athygli á hönnun Sruli og er nýja línan þar engin undantekning. Þannig er leður úr hákarlaskrápi eitt af þeim hráefnum sem notuð eru í tískulínuna en línan samanstendur af hvorki meira né minna en hundrað hlutum og er innblástur sóttur í íslenska náttúru. Hún er því ein sú stærsta sem hefur verð gerð hérlendis og heilmikil vinna sem liggur að baki henni. „Við vorum hálft ár að ganga frá línunni en ef öll forvinna, það er hugmyndavinnna og fleira er tekin með í reikninginn spannar ferlið fjórtán ár," útskýrir Sruli, en til gamans má geta að einn jakkinn kallast Fjórtán ár og á heiti hans að endurspegla fjórtán ára reynslu hönnuðarins sjálfs af mynsturgerð. Við tekur nú mikil vinna við að ganga frá pöntunum og segist Sruli reikna með að þurfa að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn. „Satt best að segja sárvantar mig fleira saumafólk á vinnustofuna mína og er að leita að menntuðum reynsluboltum til að aðstoða mig." roald@frettabladid.is
Tengdar fréttir Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00