Kollvarpar þekkingu fólks á hvölum 15. júlí 2011 05:30 Karl Ægir Karlsson og Paul manger Dr. Manger hefur haft aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík síðustu vikur og starfað með dr. Karli Ægi Karlssyni dósent. Heilinn sem Manger heldur á er úr hrefnu sem hvalveiðimennirnir á Hrafnreyði KÓ 100 veiddu fyrir skömmu. Fréttablaðið/Vilhelm HR á mánudag Dr. Manger hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á mánudag. mynd/Eva Þengilsdóttir Dr. Paul Manger er 45 ára gamall ástralskur vísindamaður sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á þróun heila í lífverum. Hann er prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Witwatersrand í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og hefur rannsakað heila fjölmargra dýrategunda. Þekktustu rannsóknir Mangers eru á heilum hvala og höfrunga. Niðurstöður hans benda til þess að ólíkt því sem flestir halda séu hvalir og höfrungar engu gáfaðri skepnur en önnur spendýr. Eins og gefur að skilja hafa þær niðurstöður ekki farið vel í alla. Stóri heilinn hitastjórnunartækiDr. Paul Manger hóf rannsóknir á heilum hvala að loknu doktorsnámi þegar hann dvaldi sem nýdoktor við háskóla í Bandaríkjunum. Heili hvala vakti forvitni hans þar sem hvalir eru ein af einungis þremur tegundum dýra sem þróað hafa með sér sérstaklega stóran heila. Hinar tvær eru menn og fílar. Manger vildi skilja hvernig stórir heilar þróast í dýraríkinu en komst hins vegar fljótt að því að hvert þessara þriggja dýra hafði þróast á sinn hátt. „Eins og flestir gekk ég að því sem vísu að hvalir og höfrungar væru gáfuð dýr, einfaldlega vegna heilastærðarinnar. Eftir því sem ég skoðaði heila þeirra nánar fór ég hins vegar að fyllast efasemdum því ég fann engin ummerki sérstaks gáfnafars,“ segir Manger og bætir við: „Ég hitti síðan á sínum tíma vísindamann sem heitir Kira Nikolskaya. Hún sagði mér frá hegðunarrannsóknum sínum sem höfðu leitt í ljós alls konar hluti sem hin og þessi dýr voru fær um að gera en hvalir virtust ekki vera færir um.“ Manger segist í kjölfarið hafa sökkt sér í rannsóknir á hvalaheilum og komist að ýmsu áhugaverðu. „Í fyrsta lagi þá komst ég fljótt að því að heilar hvala eru ekki gerðir til að framkvæma mjög flóknar aðgerðir eins og heilar margra annarra spendýra og sérstaklega manna. Þannig að ég stóð frammi fyrir þeirri ráðgátu að hvalir hafa mjög stóra heila sem virðast þó ekki ráða við mjög flóknar aðgerðir,“ segir Manger. Að lokum fann Manger aðra skýringu á stærð hvalaheila sem hefur vakið mikla athygli meðal líffræðinga. „Ég komst að því að heili hvala stækkaði mjög mikið á skömmu tímabili fyrir um 32 milljónum ára. Um það leyti féll hitastig sjávar verulega. Ég mundi þá eftir því að hvalir sofa einungis með öðru heilahvelinu í einu og falla aldrei í djúpsvefn. Sem er merkilegt því í djúpsvefni hjá öðrum spendýrum slokknar alveg á myndun hita í líkamanum. Þessi tvö atriði bentu því til þess að þróun hvala hefði tekið verulega mið af kuldanum í sjónum. Þegar ég tengdi þessi atriði saman varð mér ljóst að þessi stóri heili er tilkominn til að skapa hita í líkama hvalanna,“ segir Manger. Manger segir að í grunninn séu tvær gerðir frumna í heilanum: taugafrumur og taugatróð. Frumurnar sjái í raun um flóknu starfsemina en tróðin skapi umhverfið sem frumurnar vinna í. „Eitt hlutverk tróðanna er að skapa hita og það kemur í ljós að í heilum hvala er magn tróða merkilega mikið,“ segir Manger og bætir við: „Fyrir hverja frumu eru 7 til 13 tróð í hvölum samanborið við 1,2 tróð á frumu í mönnum. Því myndast miklu meiri hiti í hvalaheilum en maður hefði búist við miðað við stærðina.“ Manger segir því mjög sterkar vísbendingar vera til staðar um að heilastærðin sé til komin til að vinna gegn hitatapinu sem verði óumflýjanlega í köldu hafinu. Kallað eftir afsögnViðbrögðin við niðurstöðum Mangers hafa verið blendin. Hefur hann verið kallaður öllum illum nöfnum á netinu og þess hefur meira að segja verið krafist að honum yrði sagt upp störfum. „Þeir einstaklingar sem engan hag hafa af því hvort ég hef rétt eða rangt fyrir mér taka niðurstöðum mínum yfirleitt með opnum huga. Annaðhvort taka þeir undir niðurstöður mínar eða þá segja að þetta sé áhugavertog verðskuldi frekari rannsóknir,“ segir Manger. „Þeir sem hafa hins vegar hag af því að ég hafi rangt fyrir mér eða hafa haft mjög sterkar skoðanir á hvölum áður, þeir eru yfirleitt mjög neikvæðir fyrir mínum rannsóknum. Þannig var til dæmis kallað eftir því að ég yrði rekinn frá háskólanum sem ég starfa við. Háskólinn sýndi mér sem betur fer mikinn stuðning og sagði einfaldlega að hér væri um að ræða vísindalega tilgátu. Greinin hefði verið birt í vísindalegu tímariti þar sem fagfólki gefst kostur á að ganga úr skugga um sannleiksgildi rannsókna minna. Ef fólk hefði einhverjar athugasemdir gæti það reynt að svara þeim með vísindalegum rökum.“ Manger segist átta sig á því að rannsóknir sínar bendi til þess að sú glansmynd sem margir hafa af hvölum eigi ekki við rök að styðjast. Því veki þær vitaskuld misjöfn viðbrögð. „Fólk tekur því yfirleitt illa þegar það kemst að því að skoðanir þess eru ekki jafn skynsamlegar og það hefur talið. Og ég tala nú ekki um þegar við höfum dýr eins og hvali en um þá virðist hafa orðið til einhvers konar goðsögn. Sé leitað á internetinu er hægt að finna ótrúlegustu hluti um hvali. Á einni vefsíðu er því haldið fram að hvalir komi utan úr geimnum og muni ásamt mönnum fara af jörðinni á aðra plánetu þegar mennirnir eru orðnir nægilega þróaðir til þess. Þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið mér beint á óvart.“ Skynsemi nauðsynleg við hvalveiðiEin af helstu röksemdunum sem færðar hafa verið fram gegn hvalveiðum er sú að hvalir séu sérstök dýr, ekki síst vegna meintrar greindar þeirra. Spurður hvort rannsóknir hans eigi erindi í umræðuna um hvalveiðar segir Manger: „Séu hvalir ekki jafn greindir og flestir halda, þá er það alveg rétt, að ein af þeim röksemdum sem færðar eru fram gegn hvalveiðum er fallin. Það er hins vegar áfram alveg rétt sem margir hafa bent á að hvalveiðar eiga að fara fram á sjálfbæran hátt og þannig að dýrin þjáist sem minnst. Miðað við það sem ég hef séð á Íslandi er hvalveiðum þannig háttað hér á landi, þannig að ég fetti ekki fingur út í hvalveiðarnar hér.“ Manger er staddur hér á landi um nokkurra vikna skeið til að nálgast hrefnuheila sem hann fær hjá íslenskum hvalveiðimönnum. Erfitt getur reynst að fá góð sýni úr hvalaheilum erlendis og því stökk hann á tækifærið til að koma hingað til lands þegar það bauðst. Þá segist hann standa í þakkarskuld við áhöfn og eiganda Hrafnreyðar KÓ 100 sem féllust á að veita honum sýni. Hann hefur haft aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur starfað með dr. Karli Ægi Karlssyni, dósent við tækni- og verkfræðideild skólans. Manger hélt svo fyrirlestur í skólanum á mánudag. Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
HR á mánudag Dr. Manger hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á mánudag. mynd/Eva Þengilsdóttir Dr. Paul Manger er 45 ára gamall ástralskur vísindamaður sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á þróun heila í lífverum. Hann er prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Witwatersrand í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og hefur rannsakað heila fjölmargra dýrategunda. Þekktustu rannsóknir Mangers eru á heilum hvala og höfrunga. Niðurstöður hans benda til þess að ólíkt því sem flestir halda séu hvalir og höfrungar engu gáfaðri skepnur en önnur spendýr. Eins og gefur að skilja hafa þær niðurstöður ekki farið vel í alla. Stóri heilinn hitastjórnunartækiDr. Paul Manger hóf rannsóknir á heilum hvala að loknu doktorsnámi þegar hann dvaldi sem nýdoktor við háskóla í Bandaríkjunum. Heili hvala vakti forvitni hans þar sem hvalir eru ein af einungis þremur tegundum dýra sem þróað hafa með sér sérstaklega stóran heila. Hinar tvær eru menn og fílar. Manger vildi skilja hvernig stórir heilar þróast í dýraríkinu en komst hins vegar fljótt að því að hvert þessara þriggja dýra hafði þróast á sinn hátt. „Eins og flestir gekk ég að því sem vísu að hvalir og höfrungar væru gáfuð dýr, einfaldlega vegna heilastærðarinnar. Eftir því sem ég skoðaði heila þeirra nánar fór ég hins vegar að fyllast efasemdum því ég fann engin ummerki sérstaks gáfnafars,“ segir Manger og bætir við: „Ég hitti síðan á sínum tíma vísindamann sem heitir Kira Nikolskaya. Hún sagði mér frá hegðunarrannsóknum sínum sem höfðu leitt í ljós alls konar hluti sem hin og þessi dýr voru fær um að gera en hvalir virtust ekki vera færir um.“ Manger segist í kjölfarið hafa sökkt sér í rannsóknir á hvalaheilum og komist að ýmsu áhugaverðu. „Í fyrsta lagi þá komst ég fljótt að því að heilar hvala eru ekki gerðir til að framkvæma mjög flóknar aðgerðir eins og heilar margra annarra spendýra og sérstaklega manna. Þannig að ég stóð frammi fyrir þeirri ráðgátu að hvalir hafa mjög stóra heila sem virðast þó ekki ráða við mjög flóknar aðgerðir,“ segir Manger. Að lokum fann Manger aðra skýringu á stærð hvalaheila sem hefur vakið mikla athygli meðal líffræðinga. „Ég komst að því að heili hvala stækkaði mjög mikið á skömmu tímabili fyrir um 32 milljónum ára. Um það leyti féll hitastig sjávar verulega. Ég mundi þá eftir því að hvalir sofa einungis með öðru heilahvelinu í einu og falla aldrei í djúpsvefn. Sem er merkilegt því í djúpsvefni hjá öðrum spendýrum slokknar alveg á myndun hita í líkamanum. Þessi tvö atriði bentu því til þess að þróun hvala hefði tekið verulega mið af kuldanum í sjónum. Þegar ég tengdi þessi atriði saman varð mér ljóst að þessi stóri heili er tilkominn til að skapa hita í líkama hvalanna,“ segir Manger. Manger segir að í grunninn séu tvær gerðir frumna í heilanum: taugafrumur og taugatróð. Frumurnar sjái í raun um flóknu starfsemina en tróðin skapi umhverfið sem frumurnar vinna í. „Eitt hlutverk tróðanna er að skapa hita og það kemur í ljós að í heilum hvala er magn tróða merkilega mikið,“ segir Manger og bætir við: „Fyrir hverja frumu eru 7 til 13 tróð í hvölum samanborið við 1,2 tróð á frumu í mönnum. Því myndast miklu meiri hiti í hvalaheilum en maður hefði búist við miðað við stærðina.“ Manger segir því mjög sterkar vísbendingar vera til staðar um að heilastærðin sé til komin til að vinna gegn hitatapinu sem verði óumflýjanlega í köldu hafinu. Kallað eftir afsögnViðbrögðin við niðurstöðum Mangers hafa verið blendin. Hefur hann verið kallaður öllum illum nöfnum á netinu og þess hefur meira að segja verið krafist að honum yrði sagt upp störfum. „Þeir einstaklingar sem engan hag hafa af því hvort ég hef rétt eða rangt fyrir mér taka niðurstöðum mínum yfirleitt með opnum huga. Annaðhvort taka þeir undir niðurstöður mínar eða þá segja að þetta sé áhugavertog verðskuldi frekari rannsóknir,“ segir Manger. „Þeir sem hafa hins vegar hag af því að ég hafi rangt fyrir mér eða hafa haft mjög sterkar skoðanir á hvölum áður, þeir eru yfirleitt mjög neikvæðir fyrir mínum rannsóknum. Þannig var til dæmis kallað eftir því að ég yrði rekinn frá háskólanum sem ég starfa við. Háskólinn sýndi mér sem betur fer mikinn stuðning og sagði einfaldlega að hér væri um að ræða vísindalega tilgátu. Greinin hefði verið birt í vísindalegu tímariti þar sem fagfólki gefst kostur á að ganga úr skugga um sannleiksgildi rannsókna minna. Ef fólk hefði einhverjar athugasemdir gæti það reynt að svara þeim með vísindalegum rökum.“ Manger segist átta sig á því að rannsóknir sínar bendi til þess að sú glansmynd sem margir hafa af hvölum eigi ekki við rök að styðjast. Því veki þær vitaskuld misjöfn viðbrögð. „Fólk tekur því yfirleitt illa þegar það kemst að því að skoðanir þess eru ekki jafn skynsamlegar og það hefur talið. Og ég tala nú ekki um þegar við höfum dýr eins og hvali en um þá virðist hafa orðið til einhvers konar goðsögn. Sé leitað á internetinu er hægt að finna ótrúlegustu hluti um hvali. Á einni vefsíðu er því haldið fram að hvalir komi utan úr geimnum og muni ásamt mönnum fara af jörðinni á aðra plánetu þegar mennirnir eru orðnir nægilega þróaðir til þess. Þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið mér beint á óvart.“ Skynsemi nauðsynleg við hvalveiðiEin af helstu röksemdunum sem færðar hafa verið fram gegn hvalveiðum er sú að hvalir séu sérstök dýr, ekki síst vegna meintrar greindar þeirra. Spurður hvort rannsóknir hans eigi erindi í umræðuna um hvalveiðar segir Manger: „Séu hvalir ekki jafn greindir og flestir halda, þá er það alveg rétt, að ein af þeim röksemdum sem færðar eru fram gegn hvalveiðum er fallin. Það er hins vegar áfram alveg rétt sem margir hafa bent á að hvalveiðar eiga að fara fram á sjálfbæran hátt og þannig að dýrin þjáist sem minnst. Miðað við það sem ég hef séð á Íslandi er hvalveiðum þannig háttað hér á landi, þannig að ég fetti ekki fingur út í hvalveiðarnar hér.“ Manger er staddur hér á landi um nokkurra vikna skeið til að nálgast hrefnuheila sem hann fær hjá íslenskum hvalveiðimönnum. Erfitt getur reynst að fá góð sýni úr hvalaheilum erlendis og því stökk hann á tækifærið til að koma hingað til lands þegar það bauðst. Þá segist hann standa í þakkarskuld við áhöfn og eiganda Hrafnreyðar KÓ 100 sem féllust á að veita honum sýni. Hann hefur haft aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur starfað með dr. Karli Ægi Karlssyni, dósent við tækni- og verkfræðideild skólans. Manger hélt svo fyrirlestur í skólanum á mánudag.
Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira