Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring 15. júlí 2011 06:45 Fjöldi skriflegra fyrirspurna berst frá alþingismönnum á hverju þingi. Starfsmenn ráðuneyta þurfa oft og tíðum að leggja nokkra vinnu í svörin með tilheyrandi kostnaði.fréttablaðið/pjetur helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent