Líka fyrir augað 2. september 2011 11:00 Tuna Dís Metya. Fréttablaðið/hag Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa. Lífið Matur Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa.
Lífið Matur Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira