Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð 20. ágúst 2011 02:30 „Hvaðefsaga“ lesin Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu.fréttablaðið/gva „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira