Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis 20. ágúst 2011 03:15 Hilmar Oddsson Vill að það sé haft hugfast að ríkisframlag vegna sambærilegs náms á Norðurlöndum er um fjörutíu sinnum hærra á hvern nemenda en hér á landi.fréttablaðið/gva Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá
Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent