Ferðamenn aldrei verið fleiri 23. ágúst 2011 05:30 ferðamenn Útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi hér á landi um 20 prósent frá árinu 2010. Alls munu um 600 þúsund manns sækja landið heim. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp
Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira