Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum 23. ágúst 2011 06:00 VIð tökur í Reykjavík Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum.fréttablaðið/daníel Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira