Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki 23. ágúst 2011 03:00 á útleið Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun stofnun nýs stjórnmálaafls vera til skoðunar.fréttablaðið/gva siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira