Lokkar hrefnuna af leið 24. ágúst 2011 06:00 Myndin er úr safni. Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse Fréttir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse
Fréttir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent