Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum 24. ágúst 2011 04:00 Vestmannaeyjahöfn í gær Maðurinn var hífður upp úr lestinni og var þá kominn til meðvitundar. fréttablaðið/óskar Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent