Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga 25. ágúst 2011 04:45 Fiskveiðar Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi.Fréttablaðið/GVA Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir.
Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent