Hægari framvinda við hagræðinguna 25. ágúst 2011 04:45 Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira