Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað 29. ágúst 2011 06:00 Farið á rúntinn Það er mikið frelsi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að niðurnegla tilveruna í tímatöflu með aðstoðarmanni og bílstjóra en geta sjálfur farið inn í bíl og brunað til Skagafjarðar þegar sú ramma taug togar í.fréttablaðið/valli Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn. Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn.
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent