Baráttan er alls ekki kvöð 29. ágúst 2011 04:00 Baráttukona Vandana Shiva hefur um árabil verið í fararbroddi í gagnrýni á erfðabreytt matvæli og gefur ekkert eftir. Hún verður með fyrirlestur í Háskólabíói í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið. Indverska baráttukonan Vandana Shiva hefur um árabil verið í eldlínu baráttunnar fyrir vernd náttúru í víðasta skilningi þeirra orða. Hún er stödd hér á landi og heldur fyrirlestur í Háskólabíói í dag. Áður en að því kemur mun hún hins vegar funda með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Áherslur í skrifum Shiva og fræðistörfum varða meðal annars sjálfbæra þróun og líffræðilegan fjölbreytileika, lýðræði, mannréttindi, kvenréttindi og ekki síst þrotlausa baráttu gegn framgangi erfðabreyttra matvæla. Hún hefur skrifað ótal greinar og fjölda bóka um sín hjartans mál. Bók með úrvali úr verkum hennar kemur út á íslensku á vegum bókaútgáfunnar Sölku í dag. Umhverfisvernd, mannréttindabarátta og femínismi eru meðal þinna baráttumála. Hvernig sameinarðu öll þessi málefni? Þau eru í raun öll af sama meiði. Þau lúta öll að lífinu. Líffræðilegur fjölbreytileiki er lífið, vatn er lífið, loftslagsbreytingar tengjast lífinu og svo eru réttindi tengd náttúru, mannréttindum og kynjajafnrétti tengd lífinu á einn eða annan hátt. Í heimi þar sem öllu er sífellt skipt upp í einingar, virðast þau vera mismunandi málefni, en í huga mínum, hjarta og vitund eru þau eitt hið sama. Hvert var upphaf baráttustarfa þinna? Fyrst tók ég þátt í baráttu gegn eyðingu skóga í Himalajafjöllum þar sem ég ólst upp. Árið 1981 hóf hópur kvenna á svæðinu herferð þar sem við stóðum vörð um trén með því að faðma þau. Ef það átti að höggva niður trén yrði að höggva okkur niður fyrst. Áhugi minn á umhverfismálum hafði þó vaknað af alvöru árið áður. Það vakti athygli mína að allt um kring um Bangalor-borg, þar sem ég bjó, hafði ræktun eucalyptus-trjáa stóraukist allt þar í kring. Þá komst ég að tilvist stofnunar sem heitir Alþjóðabankinn, sem var að fjármagna þessa umbreytingu lands frá matvælarækt yfir í eucalyptus-rækt. Árið 1984 fékk ég svo aðra vakningu þegar ég sá hryðjuverk og önnur neikvæð áhrif af „grænu byltingunni" í Punjab-héraði á Indlandi. Það vakti upp hjá mér spurningar um hvers vegna þúsundir manna væru að deyja þegar verkefnið átti í raun að snúast um frið. Þarna vildi ég fá svör og þess vegna fór ég til Punjab til rannsókna og gaf síðar út bókina Ofbeldi grænu byltingarinnar. Árið 1987 varð ég svo vitni að því þegar alþjóðleg risafyrirtæki fóru að vinna að alræði erfðabreyttra tegunda. Öll verslun með fræ yrði þar með háð einkaleyfum og aukið verslunarfrelsi var leiðin að því marki. Takmark þeirra var að fimm fyrirtæki myndu ráða allri matarframleiðslu. Það fannst mér líkjast einræðishyggju. Þá hóf ég að safna fræjum, berjast gegn Alþjóðaviðskiptastofnuninni, skipuleggja baráttu bænda og vinna að framgangi lífrænnar ræktunar. Þú hefur alla tíð barist við alþjóðleg risafyrirtæki og alþjóðastofnanir. Hvernig tekst þér að koma þínum boðskap til skila? Fyrst og fremst komum við okkar boðskap á framfæri með því að hampa góðum mat. Við getum sýnt fram á að lífrænn matur, eða matur sem framleiddur er samkvæmt gildum líffræðilegs fjölbreytileika, er mun betri en matur sem framleiddur er úr erfðabreyttum matvælum. Önnur rökin eru vísindalegs eðlis. Breytingar á lífkerfi þar sem erfðaefnum er bætt við plöntur, felur í sér röskun á náttúrulegu jafnvægi. Þróun er eðlileg í náttúrunni en í Bandaríkjunum eru nú gríðarleg landsvæði, um 6 milljónir hektara þar sem ofurillgresi hefur tekið sér rótfestu. Við lífræna ræktun verður ekki til þess háttar illgresi vegna þess að þar viðheldur náttúrulegt jafnvægi sér. Hið þriðja sem fólk verður að átta sig á er að erfðabreytt matvæli eru aðeins afsökun fyrir stóra atriðinu í þessum málum, sem er einkaleyfavæðing í landbúnaði heimsins og innheimta afnotagjalda. Til dæmis eru 95 prósent bómullarframleiðslu í Indlandi á höndum fyrirtækisins Monsanto, sem innheimtir um 10 milljarða dala á ári hverju þess vegna, frá fátækum bændum. Þeir steypa sér margir í skuldir vegna kaupa á fræjum en lenda svo í miklum vandræðum með að standa í skilum. Af þeim sökum hafa 250 þúsund indverskir bændur svipt sig lífi á síðasta áratug. Hættan af þessari einokun á fræjum, sem eru fyrsta stigið í fæðuframleiðslu, þýðir ekkert annað en einræðisvald risafyrirtækja yfir lífinu sjálfu. Hver eru mikilvægustu málin fyrir Ísland í þessu samhengi? Það er tími til kominn fyrir Ísland, sem og öll önnur lönd, að byggja upp ónæmi fyrir fjárhættuspilinu sem viðgengst í alþjóðaviðskiptalífinu og einnig því fjárhættuspili sem fer fram varðandi erfðabreytt matvæli. Sem eyja er Ísland í kjörstöðu til þess að vera í fararbroddi í lífrænni framleiðslu. Íslendingar ættu að leitast eftir því að auka hamingju landsmanna en ekki að bíða eftir því að alþjóðafjármálakerfið snúi aftur. Ísland er enn óspillt að mestu og getur tekið sér stöðu sem lífrænn ræktandi með afurðir sem eru metnar að verðleikum bæði innan lands og utan. Þegar þú lítur yfir feril þinn, hvað finnst þér vera helsta afrek ykkar umhverfisverndunarsinna? Fyrir löngu var því spáð að um síðustu aldamót yrðu erfðabreytt matvæli einráð á markaði. Það hefur sem betur fer ekki gerst og þau eru enn í minnihluta. Þá höfum við tryggt tilvist 3.000 tegunda af hrísgrjónum. Við erum með hálfa milljón bænda innan okkar raða sem framleiða lífræn matvæli. Ekki nóg með að hefðbundin framleiðsla sé enn við lýði, heldur þrífst hún vel og er sannarlega framtíðin. Kjörlausn vandamála á heimsvísu, að þínu mati, er væntanlega aukið vægi lífrænnar ræktunar og endalok risafyrirtækja sem framleiða erfðabreytt matvæli. Er það raunhæft takmark? Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að fella risafyrirtækin því að þau eru fullfær um að skemma fyrir sér sjálf. Kæruleysi Monsanto hefur getið af sér ofurillgresi sem hafa vakið bandaríska bændur til umhugsunar um erfðabreytt fræ. Okkar verkefni er að vera búin undir það þegar risafyrirtækin falla. Náttúra og lýðræði, vilji almennings, verður þar í forgrunni. Þessari baráttu mun sennilega aldrei ljúka, en á meðan við stöndum klár á því að það sem við erum að berjast fyrir er lífið sjálft, réttur til lífs, fegurð lífsins og gleði, þá verður baráttan aldrei kvöð. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17 í dag og er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis, en að fundinum standa Háskóli Íslands, EDDA –öndvegissetur, Slow Food Reykjavík og Framtíðarlandið. Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið. Indverska baráttukonan Vandana Shiva hefur um árabil verið í eldlínu baráttunnar fyrir vernd náttúru í víðasta skilningi þeirra orða. Hún er stödd hér á landi og heldur fyrirlestur í Háskólabíói í dag. Áður en að því kemur mun hún hins vegar funda með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Áherslur í skrifum Shiva og fræðistörfum varða meðal annars sjálfbæra þróun og líffræðilegan fjölbreytileika, lýðræði, mannréttindi, kvenréttindi og ekki síst þrotlausa baráttu gegn framgangi erfðabreyttra matvæla. Hún hefur skrifað ótal greinar og fjölda bóka um sín hjartans mál. Bók með úrvali úr verkum hennar kemur út á íslensku á vegum bókaútgáfunnar Sölku í dag. Umhverfisvernd, mannréttindabarátta og femínismi eru meðal þinna baráttumála. Hvernig sameinarðu öll þessi málefni? Þau eru í raun öll af sama meiði. Þau lúta öll að lífinu. Líffræðilegur fjölbreytileiki er lífið, vatn er lífið, loftslagsbreytingar tengjast lífinu og svo eru réttindi tengd náttúru, mannréttindum og kynjajafnrétti tengd lífinu á einn eða annan hátt. Í heimi þar sem öllu er sífellt skipt upp í einingar, virðast þau vera mismunandi málefni, en í huga mínum, hjarta og vitund eru þau eitt hið sama. Hvert var upphaf baráttustarfa þinna? Fyrst tók ég þátt í baráttu gegn eyðingu skóga í Himalajafjöllum þar sem ég ólst upp. Árið 1981 hóf hópur kvenna á svæðinu herferð þar sem við stóðum vörð um trén með því að faðma þau. Ef það átti að höggva niður trén yrði að höggva okkur niður fyrst. Áhugi minn á umhverfismálum hafði þó vaknað af alvöru árið áður. Það vakti athygli mína að allt um kring um Bangalor-borg, þar sem ég bjó, hafði ræktun eucalyptus-trjáa stóraukist allt þar í kring. Þá komst ég að tilvist stofnunar sem heitir Alþjóðabankinn, sem var að fjármagna þessa umbreytingu lands frá matvælarækt yfir í eucalyptus-rækt. Árið 1984 fékk ég svo aðra vakningu þegar ég sá hryðjuverk og önnur neikvæð áhrif af „grænu byltingunni" í Punjab-héraði á Indlandi. Það vakti upp hjá mér spurningar um hvers vegna þúsundir manna væru að deyja þegar verkefnið átti í raun að snúast um frið. Þarna vildi ég fá svör og þess vegna fór ég til Punjab til rannsókna og gaf síðar út bókina Ofbeldi grænu byltingarinnar. Árið 1987 varð ég svo vitni að því þegar alþjóðleg risafyrirtæki fóru að vinna að alræði erfðabreyttra tegunda. Öll verslun með fræ yrði þar með háð einkaleyfum og aukið verslunarfrelsi var leiðin að því marki. Takmark þeirra var að fimm fyrirtæki myndu ráða allri matarframleiðslu. Það fannst mér líkjast einræðishyggju. Þá hóf ég að safna fræjum, berjast gegn Alþjóðaviðskiptastofnuninni, skipuleggja baráttu bænda og vinna að framgangi lífrænnar ræktunar. Þú hefur alla tíð barist við alþjóðleg risafyrirtæki og alþjóðastofnanir. Hvernig tekst þér að koma þínum boðskap til skila? Fyrst og fremst komum við okkar boðskap á framfæri með því að hampa góðum mat. Við getum sýnt fram á að lífrænn matur, eða matur sem framleiddur er samkvæmt gildum líffræðilegs fjölbreytileika, er mun betri en matur sem framleiddur er úr erfðabreyttum matvælum. Önnur rökin eru vísindalegs eðlis. Breytingar á lífkerfi þar sem erfðaefnum er bætt við plöntur, felur í sér röskun á náttúrulegu jafnvægi. Þróun er eðlileg í náttúrunni en í Bandaríkjunum eru nú gríðarleg landsvæði, um 6 milljónir hektara þar sem ofurillgresi hefur tekið sér rótfestu. Við lífræna ræktun verður ekki til þess háttar illgresi vegna þess að þar viðheldur náttúrulegt jafnvægi sér. Hið þriðja sem fólk verður að átta sig á er að erfðabreytt matvæli eru aðeins afsökun fyrir stóra atriðinu í þessum málum, sem er einkaleyfavæðing í landbúnaði heimsins og innheimta afnotagjalda. Til dæmis eru 95 prósent bómullarframleiðslu í Indlandi á höndum fyrirtækisins Monsanto, sem innheimtir um 10 milljarða dala á ári hverju þess vegna, frá fátækum bændum. Þeir steypa sér margir í skuldir vegna kaupa á fræjum en lenda svo í miklum vandræðum með að standa í skilum. Af þeim sökum hafa 250 þúsund indverskir bændur svipt sig lífi á síðasta áratug. Hættan af þessari einokun á fræjum, sem eru fyrsta stigið í fæðuframleiðslu, þýðir ekkert annað en einræðisvald risafyrirtækja yfir lífinu sjálfu. Hver eru mikilvægustu málin fyrir Ísland í þessu samhengi? Það er tími til kominn fyrir Ísland, sem og öll önnur lönd, að byggja upp ónæmi fyrir fjárhættuspilinu sem viðgengst í alþjóðaviðskiptalífinu og einnig því fjárhættuspili sem fer fram varðandi erfðabreytt matvæli. Sem eyja er Ísland í kjörstöðu til þess að vera í fararbroddi í lífrænni framleiðslu. Íslendingar ættu að leitast eftir því að auka hamingju landsmanna en ekki að bíða eftir því að alþjóðafjármálakerfið snúi aftur. Ísland er enn óspillt að mestu og getur tekið sér stöðu sem lífrænn ræktandi með afurðir sem eru metnar að verðleikum bæði innan lands og utan. Þegar þú lítur yfir feril þinn, hvað finnst þér vera helsta afrek ykkar umhverfisverndunarsinna? Fyrir löngu var því spáð að um síðustu aldamót yrðu erfðabreytt matvæli einráð á markaði. Það hefur sem betur fer ekki gerst og þau eru enn í minnihluta. Þá höfum við tryggt tilvist 3.000 tegunda af hrísgrjónum. Við erum með hálfa milljón bænda innan okkar raða sem framleiða lífræn matvæli. Ekki nóg með að hefðbundin framleiðsla sé enn við lýði, heldur þrífst hún vel og er sannarlega framtíðin. Kjörlausn vandamála á heimsvísu, að þínu mati, er væntanlega aukið vægi lífrænnar ræktunar og endalok risafyrirtækja sem framleiða erfðabreytt matvæli. Er það raunhæft takmark? Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að fella risafyrirtækin því að þau eru fullfær um að skemma fyrir sér sjálf. Kæruleysi Monsanto hefur getið af sér ofurillgresi sem hafa vakið bandaríska bændur til umhugsunar um erfðabreytt fræ. Okkar verkefni er að vera búin undir það þegar risafyrirtækin falla. Náttúra og lýðræði, vilji almennings, verður þar í forgrunni. Þessari baráttu mun sennilega aldrei ljúka, en á meðan við stöndum klár á því að það sem við erum að berjast fyrir er lífið sjálft, réttur til lífs, fegurð lífsins og gleði, þá verður baráttan aldrei kvöð. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17 í dag og er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis, en að fundinum standa Háskóli Íslands, EDDA –öndvegissetur, Slow Food Reykjavík og Framtíðarlandið.
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent