Þjóðin, það er ég Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. ágúst 2011 07:00 Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Það ætti í sjálfu sér ekkert að koma á óvart. Stjórnmálaumræða hér á landi einkennist af slíkum útúrsnúningum og togunumá skilgreiningu hugtaka. Gæsalöppum er slegið utan um kreppuna eins og hún sé aðeins til í hugum sumra og enginn virðist fær um að viðurkenna að þeir í hinu liðinu hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér. Steingrímur er svikari, Jóhanna er landráðamaður, Bjarni berst gegn hagsmunum þjóðarinnar og Sigmundur borðar íslenskan mat. Sérstakur saksóknari dregur lappirnar, kerfið þaggar niður stjórnarskrárdrög og almennt eru bara allir á móti mér og því sem mér finnst, mínum hagsmunum; því mínir hagsmunir eru hagsmunir þjóðarinnar. Þetta er nokkurn veginn þverskurður af umræðunni og skyldi kannski engan undra að menn séu ráðvilltir. Steingrímur ver einkavæðingu, Bjarni ræðst að AGS, Jóhanna skammar almenna þingmenn fyrir að fylgja ekki flokksaga, sem hún gerði sjaldnast, og Sigmundur borðar íslenskan mat. Þetta væri nóg til að æra óstöðugan, ef lífið ætti að vera svarthvítt. Þannig er það sem betur fer ekki. Þannig þarf það ekki að vera til marks um þöggun kerfisins þó stefnt sé að því að fara sömu leið og ákveðin var áður en stjórnlagráð var stofnað. Þannig þarf mannvonska Steingríms og Jóhönnu ekki endilega að birtast í gjörðum þeirra, heldur raunveruleg tilraun til betra samfélags. Þannig þarf gagnrýni Bjarna ekki að vera af annarlegum hvötum sprottin, heldur hans skoðun. Og kannski langar Sigmundi bara svona mikið í slátur. Umræðuhefð hins nýja Íslands býður hins vegar ekki upp á slíkt. Við höfum tekið upp möntru George W. Bush; annaðhvort ertu með mér eða á móti. Og ef þú ert með er allt satt og rétt hjá þér. Sértu á móti, ertu að vinna gegn þjóðinni; því þjóðin er jú ég. Vel má veraað einhverjum þyki þetta til framdráttar umræðunni, en undirritaður deilir ekki þeirri skoðun. Kannski var afi Hérastubbs rugludallur, en það var minn ekki. Og hann sagði að við ættum að bera virðingu fyrir skoðunum hverannars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Það ætti í sjálfu sér ekkert að koma á óvart. Stjórnmálaumræða hér á landi einkennist af slíkum útúrsnúningum og togunumá skilgreiningu hugtaka. Gæsalöppum er slegið utan um kreppuna eins og hún sé aðeins til í hugum sumra og enginn virðist fær um að viðurkenna að þeir í hinu liðinu hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér. Steingrímur er svikari, Jóhanna er landráðamaður, Bjarni berst gegn hagsmunum þjóðarinnar og Sigmundur borðar íslenskan mat. Sérstakur saksóknari dregur lappirnar, kerfið þaggar niður stjórnarskrárdrög og almennt eru bara allir á móti mér og því sem mér finnst, mínum hagsmunum; því mínir hagsmunir eru hagsmunir þjóðarinnar. Þetta er nokkurn veginn þverskurður af umræðunni og skyldi kannski engan undra að menn séu ráðvilltir. Steingrímur ver einkavæðingu, Bjarni ræðst að AGS, Jóhanna skammar almenna þingmenn fyrir að fylgja ekki flokksaga, sem hún gerði sjaldnast, og Sigmundur borðar íslenskan mat. Þetta væri nóg til að æra óstöðugan, ef lífið ætti að vera svarthvítt. Þannig er það sem betur fer ekki. Þannig þarf það ekki að vera til marks um þöggun kerfisins þó stefnt sé að því að fara sömu leið og ákveðin var áður en stjórnlagráð var stofnað. Þannig þarf mannvonska Steingríms og Jóhönnu ekki endilega að birtast í gjörðum þeirra, heldur raunveruleg tilraun til betra samfélags. Þannig þarf gagnrýni Bjarna ekki að vera af annarlegum hvötum sprottin, heldur hans skoðun. Og kannski langar Sigmundi bara svona mikið í slátur. Umræðuhefð hins nýja Íslands býður hins vegar ekki upp á slíkt. Við höfum tekið upp möntru George W. Bush; annaðhvort ertu með mér eða á móti. Og ef þú ert með er allt satt og rétt hjá þér. Sértu á móti, ertu að vinna gegn þjóðinni; því þjóðin er jú ég. Vel má veraað einhverjum þyki þetta til framdráttar umræðunni, en undirritaður deilir ekki þeirri skoðun. Kannski var afi Hérastubbs rugludallur, en það var minn ekki. Og hann sagði að við ættum að bera virðingu fyrir skoðunum hverannars.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun