Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður 1. september 2011 05:00 Undir bréfið til AGS skrifa Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Már Guðmundsson.fréttablaðið/Stefán Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira