Sjávarútvegurinn er að staðna 1. september 2011 06:00 Jóhann Jónasson Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira