Undanþága Nubos á borði Ögmundar 1. september 2011 04:00 Karl Axelsson Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason
Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira